Sport

Neitar að tala um enska landsliðið

Luiz Scolari ætlar að einbeita sér að þjálfun portúgalska landsliðsins fram yfir HM og neitar að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið. Því var haldið fram í enskum blöðum um helgina að hann væri líklegastur til að taka við af Eriksson í sumar.
Luiz Scolari ætlar að einbeita sér að þjálfun portúgalska landsliðsins fram yfir HM og neitar að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið. Því var haldið fram í enskum blöðum um helgina að hann væri líklegastur til að taka við af Eriksson í sumar. NordicPhotos/GettyImages
Brasilíski þjálfarinn Luiz Scolari þvertekur fyrir að hafa átt í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að taka við enska landsliðinu eftir að Sven-Göran Eriksson hættir í sumar. Scolari segist upp með sér að vera nefndur til sögunnar í sambandi við starfið, en bendir á að hann einbeiti sér eingöngu að portúgalska landsliðinu fram yfir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×