Innlent

Mávavandinn

Meindýraeyðar skjóta máva
Meindýraeyðar skjóta máva

Mávar eru farnir að gera mörgum íbúuum höfuðborgarsvæðisins lífið leitt og hafa sumir borgarfulltrúar skorið upp herör gegn mávunum. Guðmundur Björnsson er rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg.

Hversu mikið er af mávum í borginni?

Síðustu tölur frá 1990 herma að stofninn á landinu telji um 110 þúsund fugla. Ég hef heyrt að í borginni séu í kringum 3000 stykki.

Hefur fuglunum fjölgað undanfarið?

Það eru ekki til tölur um það. Mín tilfinning er að það séu færri fuglar í vörpunum en hefur verið.

Eru svona mávavandamál þekkt erlendis?

Menn hafa lent í svona og tekið á þeim málum á sama hátt og hér er gert, og meira að segja með svefnlyfjum líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×