Sport

Bayern herðir róðurinn

Bayern Munchen þykir nú líklegt til að landa Ruud Van Nistelrooy
Bayern Munchen þykir nú líklegt til að landa Ruud Van Nistelrooy NordicPhotos/GettyImages

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru nú farnir að herða róðurinn í þeirri von að landa hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy frá Manchester United. Enn ber nokkuð í milli peningatilboðs Bayern og þess verðs sem United vill fá fyrir hann, en Franz Beckenbauer segir þýska liðið ætla að losa annað hvort Claudio Pizarro eða Roy Makaay frá félaginu í staðinn.

Bayern er nýbúið að kaupa hinn unga Lukas Podolski og á fyrir þá Pizarro, Makaay og Roque Santa Cruz sem allir eru framherjar. "Við erum enn 5 milljónum evra frá uppsettu verði United og því gæti farið svo að við seldum annað hvort Pizarro eða Makaay," sagði Keisarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×