Ellefu hafa látist í umferðaslysum í ár. Þrír voru ökumenn bifhjóla og er bifhjólafólki illa brugðið.
Tvær vélhjólakonur í Sniglunum hafa skipulagt fund hjólafólks í Laugardalshöll klukkan átta á fimmtudagskvöld. Slíkur fundur var síðast haldin eftir að tvö bifhjólaslys urðu með stuttu millibili árið 2004.
Árni Friðleifsson sem starfar í vélahjóladeild lögreglunnar í Reykjavík segir vélhjólaeign hafa aukist gríðarlega á undanförum árum. Hann segir hættulegra sé að vera á vélhjóli heldur en í bíl og það verði að vera hjólafólki ofarlega í huga. Hann segir vegina hafa farið versnandi með aukinni umferð.
Árni segist uggandi yfir næstu tveimur mánuðum þegar byrjar að rökkva að nýju því þá hafi oft orðið alvarleg slys.