Innlent

Kátir biskupar

Mynd/Ingólfur

Biskupar á Hólum til forna voru meiriháttar menn. Auðun rauði lét reisa veglegt stokkahús árið 1315 sem stóð í 500 ár; eftirlíkingu þess má sjá á Hólum; en ekki er óhugsandi að íburðarmikið biskupshús eða gildaskáli hafi verið reistur jafnvel fyrr. Svo virðist að minnsta kosti, ef dæma má af húsaleifum sem fornleifafræðingar Hólarannsóknarinnar fundu á dögunum.

Húsið er einstakt í sinni röð hér á landi. Því svipar til Auðunarstofu en er stafverkshús. Það var um 30 fermetrar að stærð og sennilega með trégólfi en ekki moldargólfi.

Húsið bíður frekari rannsóknar og úrvinnslu á næsta ári, en 8 vikna uppgrefti er lokið á Hólum í sumar. Mest voru rúmlega 40 manns að störfum við Hólarannsóknina. Næstu vikur verður rannsókn haldið áfram við miðaldahöfn biskupssetursins við ósa Kolku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×