Innlent

Myspace lá niðri

Bandaríska heimasíðan Myspace lá niðri og var óaðgengileg í hálfan sólarhring í dag eftir að rafmagnslaust varð í höfuðstöðvum netfyrirtækisins vegna mikillar hitabylgju í Kaliforníu. Notendur síðunnar, meðal annars fjölmargir Íslendingar, hafa sumir hverjir orðið varir við að persónulegar upplýsingar sem þeir höfðu vistað á síðunni eru dottnar út og óvíst hvort síðurnar komist sjálfkrafa í eðlilegt horf á ný. Myspace varð nýverið vinsælasta netsíða í heimi þegar hún sló út heimsóknafjölda google leitarþjónustunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×