Sport

Ég hafði aldrei áhyggjur

Marcello Lippi, þjálfari Ítala
Marcello Lippi, þjálfari Ítala NordicPhotos/GettyImages

Marcello Lippi var stóískur eftir sigurinn á Áströlum í dag og sagðist aldrei hafa óttast að hans menn myndu tapa leiknum þrátt fyrir að vera manni færri frá því í upphafi síðari hálfleiks.

"Ég hafði aldrei sérstakar áhyggjur því við áttum framlengingu og vítakeppni eftir ef okkur hefði ekki tekist að skora. Þetta var leikur sem bauð upp á allt sem knattspyrnuleikur getur haft uppá að bjóða. Við gáfum þeim ekki eitt einasta skot á markið okkar í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari var þetta erfiðara. Við gáfum samt ekkert eftir og höfðum sigur," sagði Lippi ánægður með sína menn.

Francesco Totti skoraði sigurmark Ítala eftir að hann kom inná sem varamaður og sýndi mikið öryggi á vítapunktinum, en nokkrir stórleikirnir hafa einmitt endað þar hjá ítalska liðinu.

"Ég hef orðið fyrir mikilli gagnrýni að undanförnu, en ég segi alltaf að ég svari henni hvergi nema á vellinum. Við áttum undir nokkuð högg að sækja á tímum í leiknum í dag en náðum að halda út og ég hef fulla trú á því að við getum náð langt í þessari keppni í kjölfarið," sagði Totti.

Ítalar mæta sigurvegaranum úr leik Úkraínu og Sviss í 8-liða úrslitunum, en sá leikur hefst nú klukkan 19:00 og er í beinni á Sýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×