Innlent

Flutu 30 metra niður Krossá

 Fimm sluppu óslösuð þegar pallbíll þeirra festist í Krossá í Þórsmörk í gær. Bíllinn lenti ofan í hyl, flaut upp og með straumnum um þrjátíu metra niður ána. Þar skorðaðist hann fastur og vatn braut yfir. Fólkinu tókst að klifra upp á þak bílsins og var þaðan bjargað, af björgunarsveit Landsbjargar. Skálaverðir í Húsadal drógu bílinn upp.

„Krossáin hefur tekið marga bíla gegnum tíðina, enda erfið á og þarf töluverða reynslu og kunnáttu til að komast yfir hana svo öruggt sé,“ segir Sigurður Viðarsson hjá Landsbjörg. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er, árnar eru breytilegar og best er að vaða yfir þær og kanna aðstæður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×