Innlent

Aukin samvinna við Norðmenn

Hermann Guðjónsson
Hermann Guðjónsson

Siglingastofnun Íslands og Kystverket, systurstofnun hennar í Noregi, hafa ákveðið að taka upp aukna samvinnu við vöktun skipaumferðar á hafsvæðinu milli Noregs og Íslands. Þá munu stofnanirnar skiptast á upplýsingum um veðurfar og sjólag á hafsvæðinu.

"Olíu- og gasflutningar frá Rússlandi og Noregi til Bandaríkjanna eru að aukast og því má búast við meiri skipaumferð hér við landið. Við teljum gott að auka samstarf við Norðmenn á þessu sviði, en það hefur verið gott gegnum árin," segir Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×