Stela fyrir milljarða Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. maí 2006 07:00 Elvar Steinn Þorkelsson. Fimmtíu og sjö prósent alls hugbúnaðar sem settur er upp á tölvur í fyrirtækjum hér á landi eru illa fengin. Í nýrri könnun markaðsrannsókna- og greiningarfyrirtækisins IDC kemur fram að söluandvirði ólöglegs hugbúnaðar sem hér er notaður í fyrirtækjum nemi 1,3 milljörðum króna á ári hverju, eða 18 milljónum bandaríkjadala. Könnun IDC var gerð að beiðni Business Software Alliance, en svo nefnist samstarfsvettvangur hugbúnaðarframleiðenda. Mig hefði ekki órað fyrir því fyrir þremur árum að við værum svona aftarlega á merinni, segir Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir þróað hagkerfi og þjóðfélagsumgjörð stöndum við ekki jafnfætis hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi, Benelux-löndunum eða Bandaríkjunum en þar nemur hugbúnaðarþjófnaður fyrirtækja alls staðar undir 30 prósentum. Ísland, með 57 prósentin, er í flokki með löndum Asíu og Mið- og Austur-Evrópu. Elvar segir að hér hafi ekki legið fyrir áður ábyggilegar tölulegar upplýsingar um hugbúnaðarþjófnað. En þarna er komin staðfesting á því sem okkur hefur grunað og líklegt að staðan hafi verið mun verri en við héldum þegar við fórum að vinna að þessum hugbúnaðarréttarmálum fyrir um þremur árum síðan. Elvar kallar eftir hugarfarsbreytingu hér og segir Microsoft Íslandi áfram munu vinna með fyrirtækjum landsins í að koma hugbúnaðarmálum þeirra í réttan farveg. Hann segir stefnt á að við verðum á róli með hinum Norðurlöndunum innan þriggja ára. Til að af því geti orðið segir hann þó fleiri þurfa að koma að málum og vísar þar sérstaklega til stjórnvalda. Elvar segir margvísleg fordæmi um aðgerðir. Á Spáni fékk Microsoft skattayfirvöld með í átak og í Svíþjóð hafa verið birtir í fjölmiðlum listar yfir fyrirtæki sem sýnt hafa af sér mikinn sóðaskap í þessum málum. Hann segir Microsoft Íslandi þó engan áhuga hafa á að draga menn fyrir dómstóla. Við viljum frekar vinna þetta með fyrirtækjunum, segir hann en neitar því þó ekki að í sumum tilvikum reyni á þolinmæðina. Þá segir hann aðgerðir fyrirtækisins ekki beinast gegn einstaklingum. Stóran hluta þess vanda sem hér er við að etja rekur Elvar Steinn til sumra tæknimanna sem starfa við að setja upp hugbúnað og tölvur. Þeir hafi af misskilinni greiðasemi verið duglegir við að útvega viðskiptavinum ólöglega hugbúnaðarlykla til að spara tíma í uppsetningu og látið hjá líða að búa rétt um hnútana eftir á. Þá einbeiti þessir partnerar Microsoft sér ef til vill um of að því að selja þjónustu sem rukkað er fyrir í tímavís, í stað þess að standa rétt að uppsetningu hugbúnaðar til að byrja með. Þetta er orðinn þjónustumarkaður í stað hugbúnaðarmarkaðar, segir hann og bætir við að þegar upp sé staðið þá sé kúnninn ábyrgur fyrir þeim hugbúnaði sem hann notar, ekki fyrirtækið sem setti búnaðinn upp. Meðal þess sem Microsoft Íslandi hefur farið fram á er að þeir sem selja tölvur geri það ekki án þess að upp hafi verið sett á þeim stýrikerfi, eða sönnur færðar á að kaupandinn eigi löglegt eintak. Þá hefur verið gerð gangskör í að stöðva sölu á ólöglega uppsettum OEM hugbúnaði, en hann fá endursöluaðilar gegn því að selja hann ekki nema uppsettan á tölvur. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Fimmtíu og sjö prósent alls hugbúnaðar sem settur er upp á tölvur í fyrirtækjum hér á landi eru illa fengin. Í nýrri könnun markaðsrannsókna- og greiningarfyrirtækisins IDC kemur fram að söluandvirði ólöglegs hugbúnaðar sem hér er notaður í fyrirtækjum nemi 1,3 milljörðum króna á ári hverju, eða 18 milljónum bandaríkjadala. Könnun IDC var gerð að beiðni Business Software Alliance, en svo nefnist samstarfsvettvangur hugbúnaðarframleiðenda. Mig hefði ekki órað fyrir því fyrir þremur árum að við værum svona aftarlega á merinni, segir Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir þróað hagkerfi og þjóðfélagsumgjörð stöndum við ekki jafnfætis hinum Norðurlöndunum, Þýskalandi, Bretlandi, Benelux-löndunum eða Bandaríkjunum en þar nemur hugbúnaðarþjófnaður fyrirtækja alls staðar undir 30 prósentum. Ísland, með 57 prósentin, er í flokki með löndum Asíu og Mið- og Austur-Evrópu. Elvar segir að hér hafi ekki legið fyrir áður ábyggilegar tölulegar upplýsingar um hugbúnaðarþjófnað. En þarna er komin staðfesting á því sem okkur hefur grunað og líklegt að staðan hafi verið mun verri en við héldum þegar við fórum að vinna að þessum hugbúnaðarréttarmálum fyrir um þremur árum síðan. Elvar kallar eftir hugarfarsbreytingu hér og segir Microsoft Íslandi áfram munu vinna með fyrirtækjum landsins í að koma hugbúnaðarmálum þeirra í réttan farveg. Hann segir stefnt á að við verðum á róli með hinum Norðurlöndunum innan þriggja ára. Til að af því geti orðið segir hann þó fleiri þurfa að koma að málum og vísar þar sérstaklega til stjórnvalda. Elvar segir margvísleg fordæmi um aðgerðir. Á Spáni fékk Microsoft skattayfirvöld með í átak og í Svíþjóð hafa verið birtir í fjölmiðlum listar yfir fyrirtæki sem sýnt hafa af sér mikinn sóðaskap í þessum málum. Hann segir Microsoft Íslandi þó engan áhuga hafa á að draga menn fyrir dómstóla. Við viljum frekar vinna þetta með fyrirtækjunum, segir hann en neitar því þó ekki að í sumum tilvikum reyni á þolinmæðina. Þá segir hann aðgerðir fyrirtækisins ekki beinast gegn einstaklingum. Stóran hluta þess vanda sem hér er við að etja rekur Elvar Steinn til sumra tæknimanna sem starfa við að setja upp hugbúnað og tölvur. Þeir hafi af misskilinni greiðasemi verið duglegir við að útvega viðskiptavinum ólöglega hugbúnaðarlykla til að spara tíma í uppsetningu og látið hjá líða að búa rétt um hnútana eftir á. Þá einbeiti þessir partnerar Microsoft sér ef til vill um of að því að selja þjónustu sem rukkað er fyrir í tímavís, í stað þess að standa rétt að uppsetningu hugbúnaðar til að byrja með. Þetta er orðinn þjónustumarkaður í stað hugbúnaðarmarkaðar, segir hann og bætir við að þegar upp sé staðið þá sé kúnninn ábyrgur fyrir þeim hugbúnaði sem hann notar, ekki fyrirtækið sem setti búnaðinn upp. Meðal þess sem Microsoft Íslandi hefur farið fram á er að þeir sem selja tölvur geri það ekki án þess að upp hafi verið sett á þeim stýrikerfi, eða sönnur færðar á að kaupandinn eigi löglegt eintak. Þá hefur verið gerð gangskör í að stöðva sölu á ólöglega uppsettum OEM hugbúnaði, en hann fá endursöluaðilar gegn því að selja hann ekki nema uppsettan á tölvur.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira