Innlent

Hvetja til að jafnréttislögum verði fylgt við uppstillingu á lista

Alþingi
Alþingi MYND/NFS

Atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélags Íslands og nemendur stjórnmálaskóla félagsins hvetja til þess að við uppsetningu lista fyrir komandi Alþingiskosningar verði fylgt jafnréttislögum. Í tilkynningu frá félaginu eru stjórnmálaflokkar landsins og kjördæmaráð hvött til að vinna í samræmi við markmið jafnréttislaga og að huga að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku í samfélaginu.

Skorað er á þessa aðila að setja reglur um jöfn hlutföll kynja á listum hvernig sem valið verður á listana að öðru leyti. Einnig er skorað á konur að gefa kost á sér til setu á listum og þátttöku í prófkjörum og fólk hvatt til að kynna sér málefni þeirra kvenna sem bjóða sig fram og kjósa þær til áhrifa.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×