Innlent

Engin fjölgun í aldarfjórðung

byggðaþróun Íbúum á landsbyggðinni hefur ekki fjölgað í aldarfjórðung ef Suðurnes eru undanskilin. Á sama tíma hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað um helming og íbúum á landinu öllu um 31 prósent.

Þetta kemur fram í lokagrein Fréttablaðsins um byggðaþróun sem birtist í blaðinu í dag.

Ágeir Jónsson hagfræðingur segir að fólksflutningar frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið sé þróun sem muni halda áfram hægt og bítandi. „Það þýðir þó ekki að staðir á landsbyggðinni leggist í eyði, heldur verði breyting á nýtingu þeirra,“ segir hann.

„Ef til vill hafa fólksflutningar ekki sömu þýðingu og áður þar sem hugtakið búseta er að breytast mjög hratt. Nú býr fólk ekki lengur á einum stað og dvelur þar ætíð heldur er algengt að eiga tvö heimili og dvelja á þeim til skiptis,“ segir Ásgeir.

Vífill Karlsson, dósent við Viðskiptaháskólann á Bifröst, segir að verðmunur milli þéttbýlis og dreifbýlis sé að aukast á Íslandi. „Stærðarhagkvæmnin er að aukast vegna þess hve þjóðin er orðin menntaðri. Þeim mun sérhæfðara sem vinnuaflið verður, þeim mun mikilvægara er að það sé staðsett á stærri markaði svo næg tækifæri bjóðist,“ segir Vífill.

-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×