Innlent

Skilningsleysi gagnvart Sogni

Magnús Skúlason, yfirlæknir á réttargæsludeildinni að Sogni sakar stjórnvöld um skilningsleysi á málefnum deildarinnar en í eitt ár hafa átta geðsjúkir afbrotamenn verið þar í vistun þó að einungis séu sjö sjúkrarúm á deildinni. Fyrir viku varð að losa eitt rúm vegna bráðainnlagnar og var þá pláss losað með því að senda vistmann í ótímabundið leyfi.

Maðgnús viðurkennir að hann hafi sleppt manninum í leyfi þar sem allt hafi verið yfirfullt og það hafi þurft að rýma pláss vegna bráðainnlagnar. Plássleysið hefur verið viðvarndi í um það bil ár og hafi átta menn verið í vistun í sjö sjúkrarýmum. Ekki hafi verið hægt að bæta níunda manninum við. Auk þess segir Magnús að umræddur maður sé skaðlaus og að hann muni fá formlega lausn með´dómsúrskurði innan fárra vikna. Yfirlæknirinn segir að stjórnvöld hafi verið sinnulaus um málefni Sogns. Ekki vanti aðeins aukið rými fyrir sjúklinga heldur einnig fleiri starfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×