Innlent

Gæti losnað fram að ákæru

Hlynur Smári Sigurðsson, sem situr í brasilísku fangelsi vegna innflutnings á tveimur kílóum af kókaíni til landsins, fékk loks að hitta lögfræðing sinn nýverið. Að sögn Hlyns tjáði lögfræðingurinn honum að möguleiki væri á því að fá hann lausan úr fangelsinu þangað til að ákæra væri gefin út þar sem lögbundin gæsluvarðhaldstími væri útrunninn. Töluverður kostnaður er þó við slíkt og sagðist Hlynur ekki vera með á reiðum höndum þá fjármuni sem lögfræðingurinn fór fram á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×