Innlent

Keldur seldar?

Nefnd sem fjallað hefur um málefni Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum, leggur til að reist verði fimm þúsund fermetra bygging í Vatnsmýrinni undir starfsemina og Keldur verði seldar.

Landið sem Keldur stendur á er milljarðavirði, án vafa með því verðmætasta á höfuðborgarsvæðinu. Heimild er fyrir hendi í lögum að selja landið og nota andvirðið til að byggja yfir starfsemina annars staðar. Þá er einkum horft til Vatnsmýrarinnar, svo tilraunastöðin væri í námunda við bæði Landspítala-Háskólasjúkrahús og Háskóla Íslands. Ýmsu þyrfti að breyta í starfseminni, en að Keldum er nokkuð dýrahald. Þar er einnig framleitt bóluefni gegn búfjársjúkdómum, sem nú má kaupa erlendis frá og bendir allt til þess að framleiðslan verði aflögð. Nefndin leggur því til að lögin um stofnunina verði endurskoðuð, þegar verði farið í að skoða lóðamál í Vatnsmýrinni og sala Keldna verði undirbúin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×