Innlent

Iðnaðarnefnd fundar vegna vatnalaga

Iðnaðarnefnd Alþingis kemur saman nú klukkan ellefu þar sem ræða hin umdeildu vatnalög. Önnur umræða um málið hófst á þingi fyrir viku en deilur um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni urðu til þess að stjórnarandstaðan greip til málþófs. Á þingfundi á laugardag náðist hins vegar um það sátt að boða til fundarins í iðnaðarnefnd í dag þar sem nokkrir aðilar verða kallaðir fyrir og beðnir um að svara spurningum stjórnarandstöðunnar um málið.

Þar á meðal eru fulltrúar umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem greina munu frá svokallaðri lögleiðingu vatnatilskipunar ESB sem tekur til vatnafars og vatnabúskapar þar sem lögð er áhersla á umhverfið og verndun þess. Þá munu tveir af höfundum frumvarpsins, lögmennirnir Karl Axelsson og Eyvindur G. Gunnarssson, einnig svara spurningum nefndarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×