Innlent

Áframhaldandi átök um vatnalögin

Bullandi ágreiningur er enn milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna vatnalaganna en fundi iðnaðarnefndar vegna málsins er lokið. Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir ríkisstjórnina vilja æða fram með málið til að lögfesta víðtækari eignarnámsheimildir sem hún þurfi vegna hinna miklu vatnsflutninga í tengslum við Kárahnúkavirkjun.

Iðnaðarnefnd kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til þess að ræða vatnalögin, en til hans var boðað eftir hatrammar deilur um lögin á Alþingi í síðustu viku. Deilt er um hvort kveða eigi skýrt um eignarhald á vatni en því er stjórnarandstaðan andvíg og hefur þess vegna beitt málfþófi á þingi.

Lúðvík Bergvinsson, sem sæti á í iðnaðarnefnd fyrir Samfylkinguna, segir fundinn ekki hafa leyst deiluna um vatnalögin. Á honum hafi komið nokkuð skýrt fram að ástæðan fyrir því að málið sé keyrt hart fram sé að eignarnámsheimildir í hinum nýju vatnalögum sé mun víðfemari en í gildandi vatnalögum og hann gefi sér að þær séu forsenda þess að taka eignarnámi lönd sem það þurfi að gera vegna hinna miklu vatnsfvlutnuinga í tengslum við Kárahnjúkavirkjun.

Það er því enn bullandi ágreiningur á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í málinu. Lúðvík segir ágreininginn snúast um það hvort hér eigi að einkavæða vatn eða fara sömu leið og gert sé innan ESB, að vatn sé ekki gert að verslunarvöru, það sé forsenda lífs.

Þingfundur hófst nú klukkan þrjú og þar má búast við hörðum átökum um þessa uppsprettu lífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×