Yoko Ono verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík þann 8. október og kynnir myndina Bandaríkin gegn John Lennon. Ono mun einnig kynna stuttmyndina Onochord sem verður sýnd á undan fyrrnefndu myndinni sama dag. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að Bandaríkin gegn John Lennon segi sanna sögu þess hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna reyndi hvað hún gat til þess að þagga niður í John Lennon, sem hafi ekki einungis verið ástsæll tónlistarmaður heldur einnig táknrænn boðberi friðar.
Ono gestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni
