Innlent

Stjórnsýslukæra á hendur Skattstjóranum í Reykjavík

Þórir Karl Jónasson örorkulífeyrsþegi hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Skattstjóranum í Reykjavík fyrir að afhenda skattframtöl sín, án leyfis. Í fréttum NFS í gær var rætt við Þóri Karl en hann er einn þeirra sem verður fyrir skerðingu lífeyrisbóta frá og með 1. nóvember næstkomandi í framhaldi af tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Þórir segir að Skattstjóranum í Reykjavík hafi ekki verið heimilt að afhenda skattframtöl sín við þessa tekjuathugun lengur en sex ár aftur í tímann, og er Persónuvernd með mál hans í athugun. Skattstjóri segir að Þórir hafi veitt umboð til þess við mat á örorku hans árið 1992. Ekki er vitað hvenær stjórnsýslukæran verður tekin fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×