Innlent

Gerðardómur fjalli um málið

Helgi Hjörvar Samfylkingunni vill að fjármálaráðherra beiti sér gegn skerðingu lífeyrisgreiðslna til öryrkja.
Helgi Hjörvar Samfylkingunni vill að fjármálaráðherra beiti sér gegn skerðingu lífeyrisgreiðslna til öryrkja.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hvetur til að skerðingu lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja verði vísað til gerðardóms.

Hann sagðist í umræðum um málið á Alþingi í gær skilja sjónarmið öryrkja enda augljóslega um mikla kjararýrnun að ræða. Engu að síður hefðu ráðherra og ráðuneytið enga aðkomu að málinu; staðfesting ráðherra á gjörðum lífeyrissjóðanna væri aðeins formlegs eðlis.

Helgi Hjörvar Samfylkingunni sagði málið háalvarlegt. Það er verið að brjóta gegn stjórnarskrá Íslands og ræna örorkulífeyrisþega lífeyriseign sinni um hábjartan dag.

Lífeyrissjóðirnir hafa séð sig knúna til að skerða lífeyrisgreiðslur til um 2.300 öryrkja þar sem tekjur þeirra annars staðar frá hafi hækkað.

Helgi Hjörvar sagði öryrkja dæmda til að hafa sama kaupmátt og þeir höfðu þegar þeir slösuðust eða veiktust um leið og allir aðrir í samfélaginu njóti kaupmáttaraukningar.

Hjálmar Árnason Framsóknarflokki tók undir orð Helga og saman hvöttu þeir til endurskoðunar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×