Innlent

Tekjurnar hækka um 62 milljónir

Siv Friðleifsdóttir Heilbrigðisráðherra fer með málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra.
Siv Friðleifsdóttir Heilbrigðisráðherra fer með málefni Framkvæmdasjóðs aldraðra.

Gjöld skattgreiðenda í Framkvæmdasjóð aldraðra hækka um 239 krónur á næsta ári, úr 6.075 í 6.314 krónur. Er hækkunin í samræmi við hækkun byggingavísitölunnar.

Við breytinguna hækka framlög til Framkvæmdasjóðsins um 62 milljónir króna og verða tekjur hans tæplega 1,1 milljarður króna á árinu.

Ríkisstjórnin ákvað fyrr á árinu að verja meiri peningum úr sjóðnum en áður til framkvæmda við hjúkrunarheimili og draga um leið úr framlögum hans til reksturs þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×