Innlent

Ófært yfir Tröllatunguheiði

Ófært er yfir Tröllatunguheiði á Vestfjörðum og þungfært á Þorskafjarðarheiði og Steinadalsheiði samkvæmt Vegagerðinni. Á Klettshálsi er hálka, á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli eru hálkublettir.

Á Öxnadalsheiði eru hálkublettir og sömuleiðis á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi. Hálka er á Lágheiði og snjóþekja er á Kjalvegi. Hálka og hálkublettir eru víða á Norðaustur- og Austurlandi. Þungfært er á Hellisheiði eystri og Öxarfjarðarheiði er ófær. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og á Fróðárheiði eru hálkublettir. Vegfarendur sem eiga leið um hálendið eru vinsamlega beðnir um að skoða heimasíðu vegagerðarinnar og/eða að hafa samband í síma 1777 um lokanir á hálendinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×