Síminn undirbýr útrás 24. mars 2006 00:01 Síminn skoðar útrásartækifæri. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða króna ef tækifæri gerast. Lýður Guðmundsson vill að hugað verði að nýjum sæstreng. Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö. Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Síminn hefur til skoðunar fjölmörg tækifæri erlendis til ytri vaxtar. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn. Á þessu stigi er ekki unnt að segja annað en að við munum vanda valið vel og gefa okkur þann tíma sem þarf. Stjórn Símans hefur heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,5 milljarða að nafnverði, sem myndi nýtast til nýrra verkefna. Félagið ætlar að opna söluskrifstofu í Lundúnum í maí til þess að fylgja eftir útrás íslenskra viðskiptavina. Gríðarlegar breytingar urðu á eignarhaldi og efnahag Símans á síðasta ári. Ríkið seldi 98,8 prósenta hlut sinn til Skipta, sem að standa Exista, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar, fyrir 66,7 milljarða króna. Í desember síðastliðnum sameinuðust Síminn, Skipti og Íslenska sjónvarpsfélagið og var hlutafé Símans aukið úr sjö milljörðum króna í tæpan 31 milljarð. Eignir félagsins voru í 83 milljörðum í árslok samanborið við 29 milljarða árið áður og stafar hækkunin að mestu af óefnislegum eignum sem urðu til við sameininguna. Eigið fé stóð í 32,8 milljörðum í árslok. Síminn skilaði 4.032 milljóna hagnaði í fyrra og hækkaði um tæpan einn milljarð á milli ára. Lýður er fylgjandi því að hugað verði að nýjum sæstreng en arðsemissjónarmið verða að ríkja um þá framkvæmd. Tvöföld varaleið er nauðsynleg í fyllingu tímans en þá þurfa hugsanlega fleiri að taka ábyrgð á því en eingöngu fjarskiptafyrirtækin og íslenska ríkið. Hann telur að þau fyrirtæki sem eiga allt sig undir góðum samböndum við útlönd gætu einnig komið að verkefninu. Aðalfundurinn var haldinn í ljósi þeirra tíðinda að samkeppnisaðilinn Dagsbrún hafði eignast yfir helming hlutafjár í Kögun en Síminn var stærsti hluthafinn. Stjórnarformaðurinn greindi frá því að öll viðskipti Símans við Kögun yrðu tekin til endurskoðunar en mikil og gagnkvæm viðskipti hafa verið með félögunum í gegnum árin. Nýja stjórn Símans skipa þau Erlendur Hjaltason, Lýður Guðmundsson, Panikos Katsouris, Rannveig Rist og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Heimilt er að fjölgja stjórnarmönnum í sjö.
Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira