Viðskipti innlent

Hagnaður Samson 12,2 milljarðar króna

Eignarhaldsfélagið Samson skilaði tæplega 12,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta er rúmlega 7,7 milljarða krónu aukning frá sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar Íslands segir að bókfært eigið fé Samson í lok júní hafi numið 26,5 milljörðum króna en það er 85 prósenta hækkun frá lokum síðasta árs. Sé eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands hf. færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins tæpir 55,7 milljarðar króna að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa.

Þá var arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 170 prósent þegar miðað er við hagnað samkvæmt rekstrarreikningi.

Á tímabilinu fjárfesti félagið í hlutafé í Landsbanka Íslands hf. fyrir 132 milljónir króna að nafnverði sem keypt var fyrir tæpa 3 milljarða krónur. Eignarhlutinn var tæpir 4,6 milljarðar króna að nafnverði í júnílok og nam hann 41,37 prósentum af heildarhlutafé bankans. Markaðsverð eignarhlutans, sem bókfærður er á 56,5 milljarða krónur nam 92 milljörðum í lok júní.

Gengi hlutafjár í Landsbanka Íslands hf. hefur hækkað frá júnílokum og er nú um 24,5 en það var 20,2 í júnílok, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×