Innlent

Nýr Sirkus á ferð um landið

Andri Ólafsson og breki logason Segjast munu gleðja lesendur Fréttablaðsins enn frekar með nýjum og fjölbreyttari Sirkus.
Andri Ólafsson og breki logason Segjast munu gleðja lesendur Fréttablaðsins enn frekar með nýjum og fjölbreyttari Sirkus. MYND/Stefán

Blaðið er mikið breytt frá þeim Sirkus sem fylgt hefur DV undanfarið, segir Breki Logason, sem hefur unnið að útgáfu á nýju Sirkusblaði ásamt Andra Ólafssyni. Blaðið sem hér eftir mun fylgja Fréttablaðinu hefur tekið miklum breytingum, bæði efnislega og útlitslega, og á lítið sameiginlegt með því gamla að sögn strákanna.

Hingað til hefur Sirkus verið skrifað fyrir mjög þröngan hóp en með þessari miklu dreifingu verðum við auðvitað að aðlaga okkur að fleirum, segir Andri.

Við vonum að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þetta er samansafn af góðu, áhugaverðu efni sem gaman er að fá á föstudögum þegar fólk er komið í helgarfílinginn.

Breki og Andri segjast spenntir fyrir útgáfu fyrsta blaðsins. Það þekkja allir velgengni Fréttablaðsins og ég held að Sirkus eigi eftir að gleðja lesendur enn frekar, segir Breki.

Strákarnir segja blaðið fyrst og fremst eiga að vera létt og skemmtilegt. Við leggjum mikla áherslu á að hafa mikið af fólki í blaðinu enda er skemmtilegra að vera í partíi með fimmtíu manns heldur en fimm. Auk þess er mikið um vandaða umfjöllun um tísku og lífsstíl og ég held að umfjöllun okkar um stjörnurnar í Hollywood eigi eftir að kalla fram bros á vörum margra, segir Breki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×