Viðskipti innlent

Hefur aldrei tapað útláni

Lánasjóður sveitarfélaga hefur ekki tapað láni frá stofnun sjóðsins árið 1967 og eru vanskil óveruleg. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum þeirra fjármögnun á hagstæðum kjörum en útlán til þeirra eru tryggð með tekjum sveitarfélaga.

Rekstur sjóðsins gekk vonum framar á fyrri hluta ársins og skilaði hann 717 milljóna króna hagnaði samanborið við 377 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Stjórnendur benda á að hækkun verðlags og vaxta hafi komið sér vel fyrir sjóðinn en hann lánar út á 4,4 prósenta raunvöxtum.

Eigið fé nam 11.455 milljónum króna um mitt ár og var eiginfjárhlutfall (CAD) yfir tvö hundruð prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×