Viðskipti innlent

Meiri hagnaður á fyrri hluta ársins en allt síðasta ár.

Kristinn Bjarnason er framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingabankans.
Kristinn Bjarnason er framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingabankans.

Frjálsi fjárfestingabankinn hagnaðist um tæpar 580 milljónir króna á fyrri hluta ársins sem er 150 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005. Þetta er meiri hagnaður en allt árið í fyrra sem þó var besta ár félagsins.

Stjórnendur Frjálsa segja að aukin útlán og há verðbólga hafi skilað mikilli aukningu hreinna vaxtatekna en alls námu þær 656 milljónum króna. Hreinn vaxtamunur nam þremur prósentum samanborið við 2,4 prósent árið áður.

Aðrar rekstrartekjur hækkuðu skarpt en þær voru tæpar þrjú hundruð milljónir króna, þar af um 120 milljónir sem féllu til vegna gjaldeyrisviðskipta.

Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 36 prósentum í 21 prósent en launakostnaður dróst saman.

Heildareignir Frjálsa voru 50,6 milljarðar króna þann 30. júní síðast liðinn og höfðu hækkað um 35 prósent frá áramótum. Eigið fé bankans var komið yfir 4,5 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall (CAD) var 14,1 prósent og lækkaði um fimmtung milli ára. Bankinn er dótturfélag SPRON.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×