Innlent

Óviðurkvæmilegt fréttabréf

Í fréttabréfi Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð nú í haust var birtur listi yfir Ellefu bestu lög til að nauðga við. Forseti skólafélagsins harmar að ritnefndin hafi brugðist því trausti sem henni var sýnd.

Að sögn Jónasar Margeirs Ingólfssonar, forseta NFMH, var listinn birtur í hugsunarleysi, en tekið er fram fyrir ofan listann að þarna fari dæmi um þann óþverra sem finna megi á netinu. Jónas segir þetta samt slæmt fyrir ímynd skólans og nemendafélagið. Þegar okkur barst fréttabréfið tókum við það strax fyrir á skólastjórnarfundi með konrektor og rektor og ákváðum að setja betri ritstjórnarstefnu fyrir þetta blað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×