Innlent

Jakob Sigurðsson nýr framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ÍE

Jakob Sigurðsson, nýr framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ÍE.
Jakob Sigurðsson, nýr framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ÍE. MYND/Stefán Karlsson

Jakob Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Íslenskrar erfðagreiningar. Jakob er með B.S. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Kellogg stjórnunarskólanum við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem forstjóri Alfesca, áður SÍF, alþjóðlegs matvælafyrirtækis með starfsemi á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi og Spáni og árlega veltu upp á u.þ.b. 550 milljónir evra. Jakob gegndi áður stjórnunarstöðum hjá alþjóðlega efnafyrirtækinu Rohm and Haas í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Í yfirlýsingu á vef ÍE segir Kári Stefánsson, forstjóri, að það sé honum mikil ánægja að bjóða Jakob velkominn til starfa. Reynsla hans í alþjóðlegum viðskiptum muni nýtast vel við framkvæmd áætlana fyrirtækisins í lyfja- og vöruþróun og aukið samstarf við aðra aðila í lyfjagreiranum.

Vísindamenn ÍE vinna nú að prófunum á nýjum lyfjum sem beint er gegn þremur algengum og alvarlegum sjúkdómum: hjartaáföllum, æðakölkun og astma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×