Stoð kippt undan Hornafirði 25. október 2006 20:45 Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði. Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn. Í ratsjársstöðinni á Stökksnesi unnu áður 8 tæknimenn. Nú eru þeir 4 og stefnir í að enginn verði eftir. Bæjaryfirvöld á Hornafirði eru afar ósátt við það og telja ríkari ástæðu til að halda þessari stöð gangandi en nokkurri annarri. Stokksnes er nær flugumferð en hinar landsbyggðarstöðvarnar og það telja Hornfirðingar mikilvægt. Það sé því algerlega ástæðulaust að loka stöðinni eða fjarstýra henni frá Miðnesheiði. Samfélagslegu rökin vega einnig þungt. Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar, segir mörg afleidd storf af starfseminni á Stokksnesi. Uppsagnirnar hafi því mikil áhrif út í allt samfélagið. Árni segir ríkið nýbúið að skrifa undir viljayfirlýsingu um vaxtarsamning á Austurlandi, með áherslu á jaðarbyggðir. Þetta sé ekki til að vekja traust og trú á sönnum vilja ríkisins til að byggja upp. Hann segir yfirvöld og Ratsjárstofnun skýla sér á bakvið bandaríska herinn, sem standist ekki þar sem Ratsjárstofnun lúti íslenskum yfirvöldum sem sé í lófa lagið að greiða úr málunum. Árni segir sárgrætilegast í þessu máli að Hornfirðingar hafi ekki farið fram á stóriðju eða miklar breytingar á sínum högum. Hér sé hins vegar verið að kippa einni stoðinni undan samfélaginu og það eigi íbúar erfitt með að sætta sig við. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í siðustu viku að hún teldi ekki hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Bandaríkjamenn greiði kostnað við ratsjáreftirlit og þar hafi verið gerð krafa um hagræðingu í rekstrinum. Tæknilega sé nú hægt að halda uppi fjareftirliti frá einni stöð og það sé ódýrara. Bæjarstjórnin á Hornafirði hefur farið fram á viðræður um mótvægisaðgerðir. Hið sama gildir um Langanesbyggð og Bolungarvík, en stöðvunum á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli verður einnig stýrt frá Miðnesheiði.
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira