Innlent

Flugvél Continental óskar eftir öryggislendingu í Keflavík

Boeing 757-200 frá Continental Airlines
Boeing 757-200 frá Continental Airlines MYND/Vefur Continental Airlines

Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines hefur óskað eftir að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757, er með 172 menn innanborðs og er fullur viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli af þeim sökum. Vélin var á leið frá Lundúnum til austurstrandar Bandaríkjanna þegar bilunin kom upp en þá var vélin stödd um 400 mílur suðvestur af Keflavíkurflugvelli. Áætlað er að vélin lendi laust fyrir klukkan fjögur en að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli amar ekkert að farþegum um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×