Innlent

Stofna félag um rekstur hitaveitu í Kína

Bian Jun Jiang, stjórnarformaður  CGCO, og Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex Kína, handsala samninginn í dag.
Bian Jun Jiang, stjórnarformaður CGCO, og Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex Kína, handsala samninginn í dag.

Enex Kína, sem er í eigu Enex, Glitnis og Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag samning við kínverska félagið Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation um stofnun félags um uppbygginu og rekstur jarðvarmaveitu í borginni Xian Yang í Shaanxi-héraði í Kína.

Enex Kína á 49 prósenta hlut í hinu nýja félagi og fram kemur í tilkynningu að veitan muni í fyrsta áfanga þjónusta þrjá framhaldsskóla í XianYang borg. Heildarfjárfesting þess áfanga nemur um 200 milljónum króna. Xian Yang fékk fyrr á árinu titilinn jarðhitaborg Kína en þar er jarðvarmi að miklu leyti ónýttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×