Innlent

Kjartan höfðar mál gegn ríkinu til að fá gögn

Kjartan Ólafsson ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu og krefst þess að fá aðgang að öllum gögnum um hleranir. Lögmaður hans segir stjórnvöld fela þessi mál í afkimum til að stjórna umræðunni.

Þjóðskjalasafnið afhenti Kjartani í gær gögn um þær hleranir sem heimilaðar voru á síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins á 7. áratug síðustu aldar en hann var framkvæmdastjóri þeirra um tíma. Þetta er aðeins lítill hluti þeirra gagna sem Guðni Jóhannesson sagnfræðingur fékk aðgang að.

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Kjartans segir að ítrustu kröfur hans fyrir héraðsdómi verði að fá aðgang að öllum gögnum um hleranir. Aðspurður hvort ekki hefði verið einfaldara að fá nýjan úrskurð frá menntamálaráðherra í ljósi þess að í honum var vakin athygli á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og því opinn til túlkunar, sagði Ragnar að afstaða ráðherra hefði verið skýr, þótt orðalag byði upp á aðra túlkun. Það væri því tímasóun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×