Innlent

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir til að draga úr verðbólgu

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. Mynd/Valli
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka lánshlutfall Íbúaðaláasjóðs tímabundið úr 90% í 80% og hámarkslán úr 18 milljónum króna í 17 milljónir króna. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hefur fallist á til að stuðla að því markmiði að hjöðnun verðbólgu gangi eftir sem fyrst. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ákveðnar á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag.

Þá mun einnig lánagfyrirgreiðsla Íbúðarlánasjóðs til íbúðarkaupa og húsbygginga takmörkuð á þann veg að sami aðili geti ekki á fleiri en eina íbúð á lánum frá sjóðnum samtímis, nema við sérstakar aðstæður. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að fresta útboðum og upphafi nýrra framkvæmda á vegum ríkisins en þessi ákvörðun er tímabundin og ótímasett. Ríkisstjórnin mun óska eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og stærstu sveitarfélög landsins til að fara yfir fjárfestingaráætlanir sveitarfélaganna með það að markmiðið að dregið verði úr fjárfestingum þeirra á þessu ári og því næsta. Þá verða stór samstarfsverkefni ríkis og Reykjavíkur skoðuð sérstaklega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×