Innlent

Hjördís Hákonardóttir skipuð hæstaréttardómari

Hjördís Hákonardóttir hefur verið skipuð hæstaréttardómari. Hún fagnar skipuninni og segir hana ákveðinn sigur, en sem kunnugt er braut Björn Bjarnason dómsmálaráðherra jafnréttislög þegar hann skipaði Hjördísi ekki dómara við Hæstarétt árið tvöþúsund og þrjú.

Ásamt Hjördísi sóttu Páll Hreinsson prófessor, , Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari um stöðuna sem losnar við að Guðrún Erlendsdóttir, fyrsti kvenhæstaréttardómari Íslands lætur af störfum. Meirihluti dómara við Hæstarétt hafði áður metið alla umsækjendur hæfa, en Pál hæfastan. Jón Steinar Gunnlaugss og Ólafur Börkur Þorvaldsson vildu ekki raða umsækjendum upp, en Hjördís sótti einmitt um stöðu hæstaréttardómara árið 2003 þegar Ólafur Börkur var skipaður. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði þá að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum og náðist í framhaldinu samkomulag milli þeirra um ársleyfi Hjördísar á launum. Hjördís sagðist í samtali við NFS í dag vera ánægð með skipunina og að málið væri þar með í höfn. Hún segir þetta ákveðinn sigur og hún sé sérstaklega ánægð með að kona skuli vera skipuð í konustað. Björn Bjarnason sagði sig frá málinu þar sem taldi sig vanhæfan í ljósi forsögunnar og skipaði Geir H. Haarde því í embættið í hans stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×