Viðskipti erlent

Afkoma Alcoa umfram væntingar

Álver Alcoa í Reyðarfirði.
Álver Alcoa í Reyðarfirði. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Gengi hlutabréfa í bandaríska álframleiðandanum Alcoa Inc. hækkuðu um 6,4 prósent í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Skömmu áður greindi fyrirtækið frá því að hagnaður fyrirtækisins hafi rúmlega tvöfaldast á fyrsta ársfjórðungi 2006 vegna hás álverðs og mikillar eftirspurnar eftir áli.

Hækkunin nam 2,10 Bandaríkjadölum og stendur gengi bréfa í álfyrirtækinu í 34,93 dölum á hlut.

Eftir lokun kauphallarinnar í gær greindi fyrirtækið frá því að tekjur þess á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefðu numið 608 milljónum dala, 69 sentum á hlut, sem er 18 sentum yfir væntingum. Á sama tíma fyrir ári námu tekjur Alcoa 260 milljónum Bandaríkjadala, eða 30 sentum á hlut.

Að sögn fjármálasérfræðinga eru litlar líkur taldar á að álverð muni lækka á næstunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×