Músíkalskur málaliði 2. nóvember 2006 13:45 Í góðum félagsskap Jóel Pálsson saxófónleikari leikur ásamt einvalaliði jazztónlistarmanna. Mynd/eddi Tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson gaf á dögunum út sína fjórðu plötu með eigin tónsmíðum. Hann kveðst vera starfandi málaliði í tónlistarbransanum en nýjasta platan er sannkallaður suðupottur. Á plötunni Varp má merkja sterk áhrif rokktónlistar í bland við jazz, rafpoppi, kirkjumúsík og frjálsan spuna. Jóel fæst við allskonar tónlist en hann kveðst ávallt reyna að feta nýjar slóðir í tónsmíðum sínum. "Þetta er suðupottur af ýmiskonar áhrifum en það eru ansi mikil rokkáhrif á þessari plötu og hún er kannski ágengari fyrir vikið," segir Jóel. Einvalalið tónlistarmanna leikur með honum en Jóel útskýrir að félagar hans hafi allir sterk karktereinkenni sem skili sér vel á plötunni. Davíð Þór Jónsson leikur á Hammond orgel, píanó og Minimoog, Hilmar Jensson á raf- og kassagítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- og rafbassa og Matthías Hemstock leikur á trommur og slagverk auk þess að eiga við trommuheila sem er nokkuð óvenjulegt í jazzmúsík. "Það mætti alveg teljast skipulagslegt afrek að ná þessum mönnum saman inn í stúdíó í nokkra daga," segir Jóel, "við tókum plötuna upp í einni lotu - vorum allir í sama herberginu og það myndaðist skemmtileg orka og kraftur í stúdíóinu sem skilar sér vel í upptökunni. Ég skrifa lögin mín upp og mæti með þau á blaði upp á gamala mátann. Með þessum spilunum koma síðan fram milljón hugmyndir í viðbót og lögin eiga það til að fara í allt aðrar áttir en maður ætlaði." Titill plötunnar hefur viðeigandi skírskotun í vinnuferlið. Jóel útskýrir að varp geti þýtt jaðar, "varp er fjallshringur þar sem eru vatnaskil, en lögin verpast líka í meðförum hljómsveitarinnar," áréttar hann. Jóel kveðst spenntur að flytja efnið á tónleikum enda sé þarna dúndurhljómsveit á ferð. Útgáfutónleikarnir verða þó ekki fyrr en um miðjan desembermánuð enda ekki hlaupið að því að samstilla dagskrár tónlistarmannanna. Tónleikarnir verða haldnir innan vébanda Jazzklúbbsins Múlans og munu þeir fara fram í nýjum höfuðstöðvum þeirra á skemmtistaðnum Domo í Þingholtsstræti. Jóel hefur sjálfur í ýmsu að snúast og er til að mynda nýkominn heim úr sinni fyrstu ferð til Kína þar sem hann hélt tónleika á listahátíð í Sjanghæ ásamt Sigurði Flosasyni, Einari Scheving og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. "Það gekk vonum framar, við fengum mikla kynningu þarna úti og hljóðrituðum plötu sem kemur út í Kína á næstunni. Þetta var mjög sérstakt því við tókum hana upp í kommúnísku stúdíói, þarna er bara ríkisstúdíó, ríkisupptökumaður og ríkisútgáfa," útskýrir hann og kveðst lítið vita um skilvirkni þessa fyrirkomulags né um framhaldið á útrásinni austur. "Upptökumaðurinn var samt asi góður, við tókum líka upp tvö kínversk lög sem vöktu mikla lukku," segir hann sposkur. Jóel er þannig á músíkölsku flakki bæði í bókstaflegri og óeiginlegri merkingu. "Maður ferðast til misskrýtinna staða en það er pottþétt að maður lendir alltaf í einhverjum ævintýrum." Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóel Pálsson gaf á dögunum út sína fjórðu plötu með eigin tónsmíðum. Hann kveðst vera starfandi málaliði í tónlistarbransanum en nýjasta platan er sannkallaður suðupottur. Á plötunni Varp má merkja sterk áhrif rokktónlistar í bland við jazz, rafpoppi, kirkjumúsík og frjálsan spuna. Jóel fæst við allskonar tónlist en hann kveðst ávallt reyna að feta nýjar slóðir í tónsmíðum sínum. "Þetta er suðupottur af ýmiskonar áhrifum en það eru ansi mikil rokkáhrif á þessari plötu og hún er kannski ágengari fyrir vikið," segir Jóel. Einvalalið tónlistarmanna leikur með honum en Jóel útskýrir að félagar hans hafi allir sterk karktereinkenni sem skili sér vel á plötunni. Davíð Þór Jónsson leikur á Hammond orgel, píanó og Minimoog, Hilmar Jensson á raf- og kassagítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontra- og rafbassa og Matthías Hemstock leikur á trommur og slagverk auk þess að eiga við trommuheila sem er nokkuð óvenjulegt í jazzmúsík. "Það mætti alveg teljast skipulagslegt afrek að ná þessum mönnum saman inn í stúdíó í nokkra daga," segir Jóel, "við tókum plötuna upp í einni lotu - vorum allir í sama herberginu og það myndaðist skemmtileg orka og kraftur í stúdíóinu sem skilar sér vel í upptökunni. Ég skrifa lögin mín upp og mæti með þau á blaði upp á gamala mátann. Með þessum spilunum koma síðan fram milljón hugmyndir í viðbót og lögin eiga það til að fara í allt aðrar áttir en maður ætlaði." Titill plötunnar hefur viðeigandi skírskotun í vinnuferlið. Jóel útskýrir að varp geti þýtt jaðar, "varp er fjallshringur þar sem eru vatnaskil, en lögin verpast líka í meðförum hljómsveitarinnar," áréttar hann. Jóel kveðst spenntur að flytja efnið á tónleikum enda sé þarna dúndurhljómsveit á ferð. Útgáfutónleikarnir verða þó ekki fyrr en um miðjan desembermánuð enda ekki hlaupið að því að samstilla dagskrár tónlistarmannanna. Tónleikarnir verða haldnir innan vébanda Jazzklúbbsins Múlans og munu þeir fara fram í nýjum höfuðstöðvum þeirra á skemmtistaðnum Domo í Þingholtsstræti. Jóel hefur sjálfur í ýmsu að snúast og er til að mynda nýkominn heim úr sinni fyrstu ferð til Kína þar sem hann hélt tónleika á listahátíð í Sjanghæ ásamt Sigurði Flosasyni, Einari Scheving og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. "Það gekk vonum framar, við fengum mikla kynningu þarna úti og hljóðrituðum plötu sem kemur út í Kína á næstunni. Þetta var mjög sérstakt því við tókum hana upp í kommúnísku stúdíói, þarna er bara ríkisstúdíó, ríkisupptökumaður og ríkisútgáfa," útskýrir hann og kveðst lítið vita um skilvirkni þessa fyrirkomulags né um framhaldið á útrásinni austur. "Upptökumaðurinn var samt asi góður, við tókum líka upp tvö kínversk lög sem vöktu mikla lukku," segir hann sposkur. Jóel er þannig á músíkölsku flakki bæði í bókstaflegri og óeiginlegri merkingu. "Maður ferðast til misskrýtinna staða en það er pottþétt að maður lendir alltaf í einhverjum ævintýrum."
Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira