Innlent

Vill fund vegna landsliðanna

Kvennalandsliðið.
Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur kallað á formann KSÍ til fundar vegna launamunar.
Kvennalandsliðið. Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur kallað á formann KSÍ til fundar vegna launamunar. MYND/Sjó

Samþykkt var í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í gær að Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, yrði boðaður til fundar við nefndina til að ræða þann mikla mun sem er á stöðu kvenna og karla í landsliðum Íslendinga í knattspyrnu. Það var Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindanefnd, sem flutti tillöguna.

Greiðslur til leikmanna karlalandsliðsins hafa hækkað undanfarið en greiðslur til kvennalandsliðsins­ eru mun lægri og hafa ekki verið í endurskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×