Innlent

Olli nágrönnum óþægindum

Slökkvilið Akureyrar var kallað út á þriðjudagskvöld vegna elds í stórum heystafla við sveitabæ í Eyjafjarðarsveit. Kveikt hafði verið í heyrúllum fyrr um daginn en mikill reykur sem barst frá eldinum var farinn að valda íbúum í nágrenninu töluverðum óþægindum. Tveir dælubílar slökkviliðsins komu á staðinn auk þess sem hjálparlið sveitarinnar var ræst út. Nokkra klukkutíma tók að ráða niðurlögum eldsins enda þurfti að tæta rúllurnar í sundur til að slökkva allar glæður. Því gekk slökkvistarf frekar seinlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×