Innlent

Áfrýjað til Hæstaréttar

segir Dóminn út úr kú Eiður Eiríkur Baldvinsson, fyrirsvarsmaður 2b, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.
segir Dóminn út úr kú Eiður Eiríkur Baldvinsson, fyrirsvarsmaður 2b, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Eiður Eiríkur Baldvinsson, forsvarsmaður starfsmannaleigunnar 2b, segir að dómi Héraðsdóms Austurlands verði áfrýjað til Hæstaréttar en dómurinn dæmdi á þriðjudag 2b til að greiða tólf Pólverjum vangreidd laun og flugfarseðla, að meðaltali um 300 þúsund krónur á mann, auk málskostnaðar og dráttarvaxta.

Eiður segir að sjálfgert sé að áfrýja þessum dómi þar sem hann sé "algjörlega út úr kú". Dómurinn sé ekki bara rangur heldur hafi dómarinn týnt gögnum, lagt sér ósannindi í munn og gleymt að dæma í aðalmálinu sem sé það hvort mennirnir hafi verið löglegir eða ólöglegir á Íslandi.

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags, segir að dómurinn sé ábending til fyrirtækja um að virða rétt útlendinga, annars kosti það málshöfðun. Þá sé hann staðfesting á því að sömu kjör gildi fyrir erlent launafólk og innlent.

Sverrir segir að í þessu máli hafi reynt mjög á getu stéttarfélagsins að standa vörð um réttindi erlends verkafólks og félagið hafi staðist þá prófraun þrátt fyrir að fyrirsvarsmenn 2b hafi reynt að koma í veg fyrir aðgang launþeganna að trúnaðarmanni og rétt félagsins að fylgjast með framkvæmd kjarasamninga á svæðinu. Þá hafi 2b reynt að senda mennina úr landi þegar upp komst um brot fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×