Innlent

Hverfisbúðin Rangá 75 ára

Í gær voru 75 ár liðin síðan hverfisbúðin Rangá var stofnuð af Jóni Jónssyni frá Ekru í Rangárvallahreppi en verslunin hefur einungis verið í eigu tveggja aðila frá upphafi. Hún er ein af elstu matvöruverslununum í Reykjavík sem rekin hefur verið undir sama nafni alla tíð.

Rangá er hverfisbúð í orðsins fyllstu merkingu og hefur oft verið líkt við gömlu kaupfélögin úti á landi þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Þess má geta að verslunin var á sínum tíma eina búðin í Reykjavík sem rak sjálfstæða mjólkurbúð á þeim tíma sem Mjólkursamsalan var með einkasölu á mjólk og mjólkurafurðum.

Verslunin var fyrst til húsa á Hverfisgötu 71, en flutti árið 1948 inn í Skipasund 56, þar sem hún er enn til húsa.

Agnar Árnason og eiginkona hans hafa séð um reksturinn frá 1991 þegar Sigrún Magnúsdóttir alþingiskona dró sig í hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×