Almenn lögregla á ekki að bera byssur 2. nóvember 2006 06:45 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni ræddu um vopnaburð lögreglunnar á þingi í gær. MYND/Valli Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara. Innlent Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að hverfa frá þeirri meiginstefnu að almenn lögregla í landinu sé óvopnuð við dagleg störf. Það hafi lengi verið ríkjandi stefna og engin breyting orðið þar á. Engu að síður hljóta lögreglumenn þjálfun í skotfimi og hafa aðgang að vopnum á lögreglustöðvum. Ráðherrann lýsti þeirri skoðun sinni við umræður á Alþingi í gær þar sem málshefjandi, Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni, innti hann svara við spurningum um vopnaburð lögreglunnar. Tilefni umræðunnar var fréttir af tillögum starfshóps ríkislögreglustjóra um að löreglan í landinu hafi aðgang að skammbyssum, skotheldum vestum og hjálmum. Fýsti Þórunni að vita hug ráðherrans til tillagnanna auk þess sem hún sagði það mat sitt að ef lögregla myndi vopnbúast gerðu glæpamennirnir það líka. Björn sagði enga breytingu hafa orðið á stefnu almennu lögreglunnar þrátt fyrir vaxandi fjölmiðlaumræðu um alvarleg mál þar sem lögregla hefur þurft að yfirbuga vopnað fólk. Hann horfi heldur til sérsveitarinnar. "Ég tel mun betri kost að leggja áfram aukna áherslu á uppbyggingu sérsveitar lögreglunnar," sagði Björn. Í máli hans kom einnig fram að unnið er að smíði frumvarps sem feli í sér þyngingu refsinga vegna hótana og ofbeldis gegn lögreglumönnum. Þeir þingmenn sem tóku þátt í umræðunum lýstu sig andvíga vopnaburði almennu lögreglunnar og fögnuðu því afstöðu dómsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki sagði styrkingu sérsveitarinnar af hinu góða en Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, spurði hvort hún dygði til. Jón Bjarnason, Vinstri grænum, sagði á hinn bóginn að varast bæri vöxt sveitarinnar enda gæti hún hvatt til aukinnar hörku. Við umræðurnar kom fram að 45 lögreglumenn skipa sérsveit lögreglunnar. 36 eru á höfuðborgarsvæðinu, fimm á Suðurnesjum og fjórir á Akureyri. Tveir sérsveitarmenn eru á vakt hverju sinni og eru bílar þeirra búnir vopnum sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara.
Innlent Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira