Stærsti jarðskjálfti síðustu fimmtán ár 2. nóvember 2006 07:00 Upptök og virkni Jarðskjálftans Skjálftinn átti upptök sín um tíu kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda og fundu íbúar víða á Norðurlandi fyrir honum. Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Hann er frekar að gera mér greiða heldur en ég honum“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira