Innlent

Beint flug með Iceland Express frá Akureyri til Kaupmannahafnar í sumar

Iceland Express hefur beint flug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar í sumar og verður fyrsta ferðin farin 29. maí. Segir í tilkynningu frá félaginu.Vikulegar ferðir verða fram á haustið og jafnvel lengur.

Far milli höfuðstaða Norðurlands og Danmerkur kostar það sama og aðrir farmiðar Iceland Express, 7.995 kr. aðra leiðina og hefst sala þeirra á næstunni. Í sumar mun Iceland Express einnig fljúga til Frankfurt, Friedrichshafen, Berlínar, Stokkhólms og Alicante auk þess sem flogið er til Lundúna og Kaupmannahafnar árið um kring.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×