Innlent

Orðin mest sótta íslenska heimildarmyndin

Mynd/Vísir

Íslenska heimildarmyndin Þetta er ekkert mál er orðin sú mest sótta í íslensku kvikmyndahúsi frá upphafi. Yfir átta þúsund manns hafa borið hana augum á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá því að hún var frumsýnd en hún fjallar, eins og kunnugt er, um ævi og afrek kraftlyftingarmannsins Jóns Páls Sigmarssonar. Eru vinsældir myndarinnar slíkar að hún sækir fast að vinsælustu kvikmyndunum frá Hollywood sem nú eru sýndar í bíóhúsum landsins. Blindsker, heimildarmynd um ævi rokkkóngsins Bubba Morthens, var áður mest sótta íslenska heimildarmyndin en Jóni Páli hefur tekist að slá boxaranum knáa við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×