Innlent

Sonurinn byrjaður í hárgreiðslu

"Það er bara allt ljómandi gott að frétta og sól í hjartanu," segir Thelma Ásdísardóttir, sem í fyrra var kosin Kona ársins af tímaritinu Nýtt líf. Hún er sem kunnugt er sögumaður í bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba. "Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni hjá mér, bæði í Kvennaathvarfinu og í Krísuvík. Þar er meðferðaraðstaða fyrir fólk sem er að ná sér eftir neyslu og ég er með einstaklingsráðgjöf um kynferðisofbeldi. Maður hittir alls konar fólk, þetta er lifandi og gefandi starf, en ég myndi nú kannski ekki nota orðið "skemmtilegt". Svo var ég á kvennaráðstefnu í Færeyjum. Þórshöfn er virkilega krúttlegur bær, mikið af litlum og sætum götum."

Thelma segir að Myndin af pabba komi út á sænsku í nóvember og hún hlakkar til að sjá útkomuna. "Það verður örugglega skrítið. Ég get lesið sænsku en tala hana ekki mikið."

Einkasonur Thelmu er orðinn átján ára og byrjaður að læra hárgreiðslu. "Það finnst mér mjög gott. Ég sé fram á bjarta framtíð nú þegar einhver í fjölskyldunni getur hugsanlega hamið mitt erfiða hár."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×