Innlent

Viðskiptaháskólinn á Bifröst verður Háskólinn á Bifröst

Mynd/Hari

Viðskiptaháskólinn á Bifröst skiptir um nafn og verður Háskólinn á Bifröst, og Bifröst University á ensku. Magnús Árni Magnússon, fráfarandi aðstoðarrektor, kynnti nýtt nafn og ástæðu nafnabreytingar. Nafnið er í takt við nýja tíma því skólinn hefur aukið námsframboð sitt á síðustu árum og býður nú fjölbreytt nám við þrjár deildir, viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild. Skólinn var settur við hátíðlega athöfn í dag og munu um 700 manns stunda þar nám í vetur. Þetta er áttugasta og níunda starfsár skólans sem hefur starfað á tveimur stöðum undir fjórum nöfnum á ýmsum skólastigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×