Viðskipti innlent

Átján milljarða vöruskiptahalli

Álverið Straumsvík alcan
Álverið Straumsvík alcan

Vöruskiptahalli nam átján milljörðum króna í júlí samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur dróst saman um nærri fjórðung og nam sautján milljörðum króna. Flutt var inn fyrir þrjátíu og fimm milljarða króna í mánuðinum. Mest aukning varð á innflutningi á fjárfestingar- og rekstrarvörum.

Í Morgunkornum greiningardeildar Glitnis segir að ýmsir þættir skýri mikla rýrnun útflutnings í júlí; óhapp í Álverinu í Straumsvík hafi komið niður á álframleiðslu auk þess sem fiskafli hafi verið með minnsta móti í mánuðinum.

Greiningardeildin bendir á að sveiflur í hagstærðum séu miklar á Íslandi vegna smæðar hagkerfisins. Því sé ólíklegt að vöruskiptahalli verði jafn mikill á komandi mánuðum. Er því spáð að vöruskiptahallinn minnki á síðari helmingi árs vegna aukins útflutnings áls og minni innflutnings neysluvöru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×