Innlent

Ný reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla

MYND/Vilhelm

Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Markmiðið er að lækka kostnað og auka öryggi við skráningu og vigtun. Helstu nýmælin snúa að auknum sveigjanleika í vigtunaraðferðum og heimilt verður að vigta þorsk, ýsu og ufsa eftir slægingu, þótt fiski hafi verið landað óslægðum. Reglugerðin, sem hefur verið hátt í þrjú ár í vinnslu, tekur gildi 1. september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×