Viðskipti innlent

VÍS hagnast á hlutabréfum

VÍS hagnaðist um 8.444 milljónir króna í fyrra sem er 46 prósenta aukning frá árinu 2004. Arðsemi eiginfjár var 44 prósent samanborið við 65 prósent árið 2004.

Hækkun á fjármálamörkuðum skýrir þennan mikla hagnað félagsins og hækkuðu fjárfestingatekjur um sex milljarða á milli ára. Námu þær tæpum 14,9 milljörðum króna á síðasta ári en heildartekjur félagsins voru alls 23,4 milljarðar.

Langstærsti eignarhlutur VÍS er eftir sem áður í KB banka en markaðsvirði hlutarsins var yfir 21 milljarður í árslok.

Hins vegar versnaði afkoma tryggingastarfsemi mikið á milli ára og varð 143 milljóna króna tap á skaðatryggingum en 86 milljóna króna hagnaður af líftryggingum.

Eigið fé VÍS var 27,6 milljarðar króna í árslok en eignir um 93 milljarðar króna. Eigendur VÍS fá greiddan 100 prósenta arð fyrir árið 2005 en upphæðin nemur alls 650 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×